Í þessari grein munum við rannsaka leyndardóma aðalnæringarefna til að rækta blómlegan garð!
Aðalnæringarefni eru þau efni sem nauðsynleg eru fyrir vöxt og þroska plantna og gegna lykilhlutverkum í ýmsum líffræðilegum ferlum þeirra. Í þessari grein förum við yfir aðalnæringarefnin sem eru: nitur (N), fosfór (P), kalíum (K), kalsíum (Ca), magnesíum (Mg) og brennisteinn (S). Við förum yfir hlutverk hvers næringarefnis fyrir sig, hvernig plöntur taka þau upp og einkenni þess að fá of lítið eða of mikið af næringarefninu.
Að skilja hlutverk og mikilvægi þessara næringarefna mun hjálpa þér að veita plöntunum þínum bestu mögulegu skilyrði til að dafna og hámarka uppskeru þína.
Tilgangur
Að athuga hversu miklu munar um að beita myrkurspírun og ljósspírun þegar paprikufræ spíra. Tilraunin er þrískipt. Fræ ofan á jarðvegi undir ljósi, fræ undir þunnu jarðvegslagi undir ljósi og fræ ofan á jarðvegi í algeru myrkri
Þegar maður vill fá sér ávaxtatré þá er gott að hugsa málið örlítið áður en rokið er af stað að kaupa tré. Það er ekki alltaf sniðugt að kaupa tré einungis út af verðinu.
Til eru margar tegundir af trjám af mismunandi rótarstofnum. Lykilatriði er að spyrja starfsfólk verslana og alls ekki kaupa tré af fólki sem ekki hefur vit á því sem þau eru að selja. Hér eru grunnupplýsingar sem ég tel skipta máli til að þú getir aflað þér frekari upplýsinga og tekið ákvarðanir eftir þeim. Annars mæli ég með því að skella sér á eitt stutt námskeið um ávaxtaræktun en þau eru í boði reglulega.
Til eru margar tegundir af Basilíkum sem bragðast og ilma ótrúlega skemmtilega. Dæmi eru: Sætbasilíka (sweet basil), Lakkrísbasilíka (basil anise), Kanilbasiliíka (cinnamon basil) og Sítrónubasilíka (lemon basil). Það er ekki annað hægt en að taka aftur fram að ilmurinn er æðislegur sem magnast upp þegar plönturnar eru snertar og því er mjög ánægjulegt að sinna þeim.
Bergmynta er sumstaðar þekkt sem "pizzukryddið". Ef laufin eru þurrkuð og notuð sem krydd þá verður bragðið dýpra og mildara en þegar hún er notuð fersk. Kryddið er notað í ýmsa tómatrétti, á fisk, steikt grænmeti og flest kjöt. Passið að nota ekki of mikið af kryddinu, byrjið smátt.
"Það eru grænar pöddur á laufblöðunum, hvaða pöddur eru það?"
Blaðlýs eru oftast grænar en geta þó verið gular eða jafnvel dökkar á litinn, það fer eftir tegundum lúsanna og á hvaða plöntum lýsnar eru að nærast. Þær nærst á sykurvökva sem þær sjúga úr sáldæðum plantna, oftast eru þær undir laufblöðum.
Djúpvatnsræktun (DWC, deep water culture) er ein einfaldasta aðferðin við vatnsræktun og er mikið notuð erlendis í gróðurhúsaiðnaði. Þar er plöntum komið fyrir á flekum sem fljóta á súrefnisríkri næringarlausn. Það eru líka til minni útgáfur af DWC úr fötum eða plastkössum, en þá eru göt boruð á lok þeirra sem netapottum er komið fyrir í.
Dropavökvun, drip- eða seyti-kerfi er ekki bara notað í vatnsrækt heldur er þessi aðferð mikið notuð í garðyrkjuiðnaðinum hvort sem er í moldarbeðum eða í potta. Grunnhugmyndin er sú að næringarlausn eða vatni er dælt ofan á ræktunarefnið með dropaslöngum og dropapinnum niður í rótarbeðin.
Ebb & flow er á íslensku flóð og fjara. Kerfið virkar þannig að nokkru sinnum á dag (eftir jarðefni og plöntum) flæðir næringarvökvi upp í rætur og er svo látinn renna aftur til baka í forðabúr eftir að ná hámarks flóði. Þetta kerfi er mjög gott byrjendakerfi og þolir óvænt stopp betur en flest önnur kerfi. Nauðsinlegt er að hafa gott yfirfall og forðabúr þarf að vera stærra en í öðrum kerfum.
Flúrperur henta ágætlega sem gróðurljós, þær eru ódýrar, endast ágætlega og eru frekar orkunýtnar ásamt því að gefa ekki frá sér mikinn hita. Þær henta best við ræktun á ungplöntum, græðlingum, klónum, kryddjurtum og grænmeti. Það er vel hægt að rækta ljóselskar plöntur undir flúrljósum en vöxtur verður hægari og uppskera minni. Gott er að hafa ljósin í um 20-30 cm fjarlægð frá plöntunum til þess að fá sem besta dreifingu á ljósinu. Það er þó hægt að hafa ljósin mjög nálægt plöntunum eins og sést hér til hliðar.
Síða 1 af 4
-
Basilíka (Ocimum basilicum) Basil
Til eru margar tegundir af Basilíkum sem bragðast og ilma ótrúlega skemmtilega. Dæmi eru: Sætbasilíka (sweet basil), Lakkrísbasilíka (basil anise), Kanilbasiliíka (cinnamon basil) og Sítrónubasilíka (lemon basil). Það er ekki annað hægt en að taka aftur fram að ilmurinn er æðislegur sem magnast upp þegar plönturnar eru snertar og því er mjög ánægjulegt að sinna þeim.
-
Stevía (Stevia rebaudiana) Stevia
Stevíu er hægt að nota sem krydd á allan mat en hún er ekki eins og aðrar kryddjurtir því hún er nefnilega sæt á bragðið. Sérstaklega er gott að klippa laufin í smáa bita þó ekki of litla og setja út í allskonar rétti t.d. hakk og spaghettí, fiskréttir, gúllas o.fl. Þegar maður er svo að borða réttinn og fær stevíulauf með bitanum sínum þá finnur maður sætt bragð af matnum sem er skemmtileg tilbreyting. Einnig er hægt að nota þurrkaða stevíu út í kaffi, te, kakó eða hvers konar drykk sem þú vilt gera sætari. Henni er hægt að bæta út í salat og jafnvel nota í bakstur. Það þarf ekki mikið af stevíu til að gera matinn bragðgóðan. Byrjið smátt og prufið ykkur áfram.
-
Háþrýstilampar (HPS-MH)
High-intensity discharge lamp (HID) eða háþrýst úrhleðslupera virkar þannig að rafmagni er skotið á milli tveggja rafskauta inni í túbu sem inniheldur lofttegundir og sölt með mismunandi málmtegundum. Þegar straumi er hleypt á túbuna hleypur fyrsti neistinn í gegnum lofttegundirnar og við það myndast mikill hiti sem veldur því að söltin bráðna, sjóða og mynda gufu sem breytist í rafgas við það að rafstraumur hleypur í gegnum hana. Við þetta myndast mikið ljós með mismunandi eiginleikum eftir því hvaða efni eru notuð í túbunni.
-
Paprikuplöntur
Paprikur eru tiltölulega skemmtilegar plöntur til þess að rækta heima hjá sér en ég mæli með því að þær séu ræktaðar í stórum suðlægum gluggum, lokuðum svölum, garðskálum eða í gróðurhúsum. Það er hægt að rækta þær undir raflýsingu án sólarljóss en ég mæli með því að þær fái sem mest af sól á sig svo hægt sé að spara raflýsinguna. Þær eru frekar hægvaxta og gefa seint uppskeru sem þýðir að þetta eru ekki plöntur fyrir óþolinmóða.