• Basilíka (Ocimum basilicum) Basil

    Basilíkur

    Til eru margar tegundir af Basilíkum sem bragðast og ilma ótrúlega skemmtilega. Dæmi eru: Sætbasilíka (sweet basil), Lakkrísbasilíka (basil anise), Kanilbasiliíka (cinnamon basil) og Sítrónubasilíka (lemon basil). Það er ekki annað hægt en að taka aftur fram að ilmurinn er æðislegur sem magnast upp þegar plönturnar eru snertar og því er mjög ánægjulegt að sinna þeim.

  • Stevía (Stevia rebaudiana) Stevia

    Stevíu er hægt að nota sem krydd á allan mat en hún er ekki eins og aðrar kryddjurtir því hún er nefnilega sæt á bragðið. Sérstaklega er gott að klippa laufin í smáa bita þó ekki of litla og setja út í allskonar rétti t.d. hakk og spaghettí, fiskréttir, gúllas o.fl. Þegar maður er svo að borða réttinn og fær stevíulauf með bitanum sínum þá finnur maður sætt bragð af matnum sem er skemmtileg tilbreyting. Einnig er hægt að nota þurrkaða stevíu út í kaffi, te, kakó eða hvers konar drykk sem þú vilt gera sætari. Henni er hægt að bæta út í salat og jafnvel nota í bakstur. Það þarf ekki mikið af stevíu til að gera matinn bragðgóðan. Byrjið smátt og prufið ykkur áfram.

  • Háþrýstilampar (HPS-MH)

    High-intensity discharge lamp (HID) eða háþrýst úrhleðslupera virkar þannig að rafmagni er skotið á milli tveggja rafskauta inni í túbu sem inniheldur lofttegundir og sölt með mismunandi málmtegundum. Þegar straumi er hleypt á túbuna hleypur fyrsti neistinn í gegnum lofttegundirnar og við það myndast mikill hiti sem veldur því að söltin bráðna, sjóða og mynda gufu sem breytist í rafgas við það að rafstraumur hleypur í gegnum hana. Við þetta myndast mikið ljós með mismunandi eiginleikum eftir því hvaða efni eru notuð í túbunni.

  • Paprikuplöntur

    Paprikur eru tiltölulega skemmtilegar plöntur til þess að rækta heima hjá sér en ég mæli með því að þær séu ræktaðar í stórum suðlægum gluggum, lokuðum svölum, garðskálum eða í gróðurhúsum. Það er hægt að rækta þær undir raflýsingu án sólarljóss en ég mæli með því að þær fái sem mest af sól á sig svo hægt sé að spara raflýsinguna. Þær eru frekar hægvaxta og gefa seint uppskeru sem þýðir að þetta eru ekki plöntur fyrir óþolinmóða.