Allar plöntur hafa vissar grunnþarfir, til þeirra teljast: Ljós, hiti, loft, vatn, næringarefni og pláss.
Allar plöntur þurfa ljós til þess að framleiða orku því plöntur framleiða sína eigin orku með ljóstillífun. Plöntur geta hinsvegar ekki nýtt allt ljós eins vel en þær nýta best rautt og blátt ljós til ljóstillífunar. Til þess að geta ræktað allan ársins hring, eða bara til þess að koma af stað græðlingum á vorin, þarf raflýsingu vegna þess að sólarljós eitt og sér er ekki nægjanlegt yfir veturinn á Íslandi. Þetta á sérstaklega við um inniræktun þar sem birta kemst bara inn um glugga og enn frekar þegar engin utanaðkomandi birta kemst að ræktunarsvæðinu.

Í ræktun geta meindýr verið miklir skaðvaldar. Á Íslandi eru ekki margar tegundir af meindýrum sem herja á plöntur og valda miklum skaða utandyra. Í gróðurhúsarækt og innirækt geta sum þessara meindýra verið til mikilla vandræða, vegna þess hve hlýtt er og vegna þess að það vantar náttúrulega óvini í umhverfinu.
Í vatnsrækt er engin mold notuð, aðeins þarf vatn, næringu, ljós og umhyggju
Hægt er að rækta flest allar plöntur, kryddjurtir, ávexti og ber allan ársins hring ef þær fá nægilegt ljós. Vatnsræktun er besta leiðin til að rækta inni og það kemur oft fólki á óvart hversu auðvelt er að rækta í vatnsrækt, hvaða plöntur er hægt að rækta og hversu vel þær vaxa , dæmi um plöntur sem vaxa vel í vatnsrækt eru; Kaktus, Aloe vera, Jarðaber, Tómatar, Chillí, Paprikur, Kaffi, Basil, Gúrkur og margt annað
-
Ávaxtatré: Kirsuberjatré, Eplatré, Perutré og önnur ávaxtatré
Þegar maður vill fá sér ávaxtatré þá er gott að hugsa málið örlítið áður en rokið er af stað að kaupa tré. Það er ekki alltaf sniðugt að kaupa tré einungis út af verðinu.
Til eru margar tegundir af trjám af mismunandi rótarstofnum. Lykilatriði er að spyrja starfsfólk verslana og alls ekki kaupa tré af fólki sem ekki hefur vit á því sem þau eru að selja. Hér eru grunnupplýsingar sem ég tel skipta máli til að þú getir aflað þér frekari upplýsinga og tekið ákvarðanir eftir þeim. Annars mæli ég með því að skella sér á eitt stutt námskeið um ávaxtaræktun en þau eru í boði reglulega.
-
Aðalnæringarefni
Í þessari grein munum við rannsaka leyndardóma aðalnæringarefna til að rækta blómlegan garð!
Aðalnæringarefni eru þau efni sem nauðsynleg eru fyrir vöxt og þroska plantna og gegna lykilhlutverkum í ýmsum líffræðilegum ferlum þeirra. Í þessari grein förum við yfir aðalnæringarefnin sem eru: nitur (N), fosfór (P), kalíum (K), kalsíum (Ca), magnesíum (Mg) og brennisteinn (S). Við förum yfir hlutverk hvers næringarefnis fyrir sig, hvernig plöntur taka þau upp og einkenni þess að fá of lítið eða of mikið af næringarefninu.
Að skilja hlutverk og mikilvægi þessara næringarefna mun hjálpa þér að veita plöntunum þínum bestu mögulegu skilyrði til að dafna og hámarka uppskeru þína.
-
Rósmarín (Rosmarinus officinalis) Rosemary
Rósmarín ilmar og bragðast einstaklega vel, það er nauðsynleg á lambakjötið, svínið og gott á kjúklinginn, ofnbakaðar kartöflur og sætar kartöflur. Hægt er að setja rósmarín út í olíur og edik og það passar mjög vel með appelsínum og öðrum ávöxtum. Einnig passar það vel með búðing og stöppum.
-
Háþrýstilampar (HPS-MH)
High-intensity discharge lamp (HID) eða háþrýst úrhleðslupera virkar þannig að rafmagni er skotið á milli tveggja rafskauta inni í túbu sem inniheldur lofttegundir og sölt með mismunandi málmtegundum. Þegar straumi er hleypt á túbuna hleypur fyrsti neistinn í gegnum lofttegundirnar og við það myndast mikill hiti sem veldur því að söltin bráðna, sjóða og mynda gufu sem breytist í rafgas við það að rafstraumur hleypur í gegnum hana. Við þetta myndast mikið ljós með mismunandi eiginleikum eftir því hvaða efni eru notuð í túbunni.