"Það eru grænar pöddur á laufblöðunum, hvaða pöddur eru það?"
Blaðlýs eru oftast grænar en geta þó verið gular eða jafnvel dökkar á litinn, það fer eftir tegundum lúsanna og á hvaða plöntum lýsnar eru að nærast. Þær nærst á sykurvökva sem þær sjúga úr sáldæðum plantna, oftast eru þær undir laufblöðum.
Þær eru mjög fjölhæfar og jafnvel aðdáunarverðar fyrir það. Við kjör aðstæður fjölga þær sér með meyfæðingu eða án frjóvgunar og eru því allar kvenkyns. Ein lús getur átt nokkur afkvæmi á dag og því fjölga þær sér mjög hratt við réttar aðstæður. Lýsnar eru venjulega vænglausar en þegar fer að þrengja að þeim þá fæðast vængjaðar lýs og þær geta flogið á milli plantna. Þegar fer svo að kólna í veðri fara að fæðast karldýr sem svo makast við kvendýrin sem verpa þá eggjum sem þola veturinn.
blaðlús (mynd vantar)
Blaðlýs eru algerir sælkerar og fara ekki á hvaða plöntu sem er nema í ítrustu neyð. Þar sem fjölbreytt úrval plantna er leita þær í sumar plöntur en láta aðrar algerlega í friði nema þegar mikið er orðið af þeim. Það getur því verið gott að hafa plöntur sem maður veit að lýsnar leita í sem maður getur fylgst sérstaklega með og þá brugðist við áður en lýsnar fara í aðrar plöntur.
Blaðlýs eru algengari úti í íslenskri náttúru en eru þó oftast ekki til vandræða vegna þess hve kalt og vindasamt er ásamt því að hafa nokkra náttúrulega óvini. Þær geta því borist inn með plöntum sem teknar eru að utan ásamt því að geta borist inn á fatnaði eða skóm eftir að fólk er búið að vera í snertingu við náttúruna. Þær geta líka einfaldlega skriðið inn um opna glugga.
Ef lýs finnast á matjurtum í gróðurhúsi eða inni á heimili þá mæli ég alls ekki með því að eitra. Í gróðurhúsum er mjög sniðugt að nota vatns úða til þess að sprauta pöddurnar af plöntunni, þetta drepur talsvert af pöddunum en alls ekki allar og því þarf að endurtaka þetta reglulega. Gætið þess samt að skaða ekki plönturnar með of kraftmiklum úða. Ýmis hússráð eru til um hvernig hægt er að berjast við þær án þess að nota sterk eiturefni. Sítrónudropar, mild sápa, ilm olíur, þörunga áburður og ýmis jurtaseyði er hægt að nota til að drepa eða halda frá blaðlúsinni. Þá er yfirleitt blandað 10ml af virka efninu út í 1 líter. Jurtaseyði er t.d. hægt að vinna úr rabbabaralaufum eða chillipipar.
Einnig er hægt að beyta líffræðilegum vörnum eins og snýkjuvespum, ránmý eða maríuhænum.