Í vatnsrækt er engin mold notuð, aðeins þarf vatn, næringu, ljós og umhyggju

Hægt er að rækta flest allar plöntur, kryddjurtir, ávexti og ber allan ársins hring ef þær fá nægilegt ljós. Vatnsræktun er besta leiðin til að rækta inni og það kemur oft fólki á óvart hversu auðvelt er að rækta í vatnsrækt, hvaða plöntur er hægt að rækta og hversu vel þær vaxa , dæmi um plöntur sem vaxa vel í vatnsrækt eru; Kaktus, Aloe vera, Jarðaber, Tómatar, Chillí, Paprikur, Kaffi, Basil, Gúrkur og margt annað

Vöxtur plantna í vatnsrækt getur orðið mun örari og afkastameiri en við hefðbundna moldarræktun ásamt því að minni hætta er á ofvökvun eða þurki. En til þess þarf að hafa nokkur atriði á hreinu en þau eru:

Hitastig, næringu, rafleiðni (EC), sýrustig (PH), tegund kerfis og vatnsflæði

Hitastig

Plöntur vilja hafa vatnið sitt volgt en ekki heitt eða kalt, kringum 20°c er oftast best en milli 17 til 25 gráður er yfirleitt í lagi. Utan þess hita fara plöntur að finna verulega fyrir því.

Of heitt og rætur kafna vegna súrefnisskorts (Við hverja 10°c hækkun lækkar hámarksleysni súrefnis í vatni um um það bil 30% en þörf róta fyrir súrefni tvöfaldast) Einnig aukast líkur á ýmsum sjúkdómum.
Of kallt og planta getur fengið áfall og vöxtur hægist eða stoppar (planta getur hætt vexti í nokkra daga ef hún er vökvuð með of köldu vatni)

Næring

Þar sem enginn jarðvegur er til staðar þá þarf plantan að fá öll næringarefnin með vatninu. Flestar plöntur "þurfa" 16 efni til að vaxa og fjölga sér og hægt er að fá næringarblöndur með öllum efnunum í ýmsum hlutföllum fyrir mismunandi plöntur og vaxtaskeið. Plöntur í blóma þurfa til dæmis ekki eins mikið nitur og plöntur í uppvexti. Þetta eru samt ekki nein geimvísindi, á meðan plantan hefur aðgang að öllum næringarefnunum þá vex hún.

Sjá nánar í grein um næringu

Leiðnitala (EC)

Til þess að ákvarða styrkleika næringarlausnar eru notaðir mælar til að mæla leiðnitölu hennar.

Sjá nánar í grein um leiðnitölu

Sýrustig (PH)

Mikilvægt er að sýrustig í næringarlausn sé á réttu bili svo að plantan hafi aðgang að öllum næringarefnum sem hún þarf.

Sjá nánar í grein um sýrustig

Tegund kerfis

Það eru til nokkrar grunntegundir af vatnsræktarkerfum og þau kallast

Flóð og fjara, dropavökvun, næringarfilmutækni, djúpvatnsræktun, loftræktun og svo eru til kerfi sem blanda grunnkerfunum saman. Við förum ekki yfir allt um öll kerfin hér en á undirsíðum er að finna frekari útskýringar ásamt myndböndum.