Aeroponics kerfi er þar sem næringarlausn er úðað á rætur sem hanga lausu lofti. Þetta kerfi er eitt besta kerfið uppá vaxtargetu en það má ekki stoppa mikið og það er frekar viðhaldsfrekt. Úðarar geta stíflast ef ekki hreinsaðir reglulega.
Loftræktun
-
Ávaxtatré: Kirsuberjatré, Eplatré, Perutré og önnur ávaxtatré
Þegar maður vill fá sér ávaxtatré þá er gott að hugsa málið örlítið áður en rokið er af stað að kaupa tré. Það er ekki alltaf sniðugt að kaupa tré einungis út af verðinu.
Til eru margar tegundir af trjám af mismunandi rótarstofnum. Lykilatriði er að spyrja starfsfólk verslana og alls ekki kaupa tré af fólki sem ekki hefur vit á því sem þau eru að selja. Hér eru grunnupplýsingar sem ég tel skipta máli til að þú getir aflað þér frekari upplýsinga og tekið ákvarðanir eftir þeim. Annars mæli ég með því að skella sér á eitt stutt námskeið um ávaxtaræktun en þau eru í boði reglulega.
-
Garðablóðberg/Timjan (Thymus vulgaris) Thyme
Garðablóðberg hentar vel vel með flestum mat, flestu kjöti, pottréttum og grænmetisréttum ásamt því að vera gott í brauðbakstur, pizzur, krydd-olíur og smjör. Sítrónu Garðablóðberg er frábært með fisk og kjúklingi. Varist að nota of mikið, byrjið smátt.
-
Stevía (Stevia rebaudiana) Stevia
Stevíu er hægt að nota sem krydd á allan mat en hún er ekki eins og aðrar kryddjurtir því hún er nefnilega sæt á bragðið. Sérstaklega er gott að klippa laufin í smáa bita þó ekki of litla og setja út í allskonar rétti t.d. hakk og spaghettí, fiskréttir, gúllas o.fl. Þegar maður er svo að borða réttinn og fær stevíulauf með bitanum sínum þá finnur maður sætt bragð af matnum sem er skemmtileg tilbreyting. Einnig er hægt að nota þurrkaða stevíu út í kaffi, te, kakó eða hvers konar drykk sem þú vilt gera sætari. Henni er hægt að bæta út í salat og jafnvel nota í bakstur. Það þarf ekki mikið af stevíu til að gera matinn bragðgóðan. Byrjið smátt og prufið ykkur áfram.
-
Paprikuplöntur
Paprikur eru tiltölulega skemmtilegar plöntur til þess að rækta heima hjá sér en ég mæli með því að þær séu ræktaðar í stórum suðlægum gluggum, lokuðum svölum, garðskálum eða í gróðurhúsum. Það er hægt að rækta þær undir raflýsingu án sólarljóss en ég mæli með því að þær fái sem mest af sól á sig svo hægt sé að spara raflýsinguna. Þær eru frekar hægvaxta og gefa seint uppskeru sem þýðir að þetta eru ekki plöntur fyrir óþolinmóða.