Ebb & flow er á íslensku flóð og fjara. Kerfið virkar þannig að nokkru sinnum á dag (eftir jarðefni og plöntum) flæðir næringarvökvi upp í rætur og er svo látinn renna aftur til baka í forðabúr eftir að ná hámarks flóði. Þetta kerfi er mjög gott byrjendakerfi og þolir óvænt stopp betur en flest önnur kerfi. Nauðsinlegt er að hafa gott yfirfall og forðabúr þarf að vera stærra en í öðrum kerfum.
Flóð og fjörukerfi

-
Tómataplöntur 2024
Eruð þið tilbúin fyrir tómataplöntur?
Þær geta ekki beðið mikið lengur.
Ef þið viljið fá plöntur hjá okkur þá eru þær tilbúnar til afhendingar. Þetta árið erum við með mun færri plöntur en vanalega og því takmarkað upplag í boði. Hægt er að finna meiri upplýsingar um hvert yrki með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan. Stykkið er á þúsund krónur.Paprikuplöntur
Paprikur eru tiltölulega skemmtilegar plöntur til þess að rækta heima hjá sér en ég mæli með því að þær séu ræktaðar í stórum suðlægum gluggum, lokuðum svölum, garðskálum eða í gróðurhúsum. Það er hægt að rækta þær undir raflýsingu án sólarljóss en ég mæli með því að þær fái sem mest af sól á sig svo hægt sé að spara raflýsinguna. Þær eru frekar hægvaxta og gefa seint uppskeru sem þýðir að þetta eru ekki plöntur fyrir óþolinmóða.
Garðablóðberg/Timjan (Thymus vulgaris) Thyme
Garðablóðberg hentar vel vel með flestum mat, flestu kjöti, pottréttum og grænmetisréttum ásamt því að vera gott í brauðbakstur, pizzur, krydd-olíur og smjör. Sítrónu Garðablóðberg er frábært með fisk og kjúklingi. Varist að nota of mikið, byrjið smátt.
Rósmarín (Rosmarinus officinalis) Rosemary
Rósmarín ilmar og bragðast einstaklega vel, það er nauðsynleg á lambakjötið, svínið og gott á kjúklinginn, ofnbakaðar kartöflur og sætar kartöflur. Hægt er að setja rósmarín út í olíur og edik og það passar mjög vel með appelsínum og öðrum ávöxtum. Einnig passar það vel með búðing og stöppum.