Ebb & flow er á íslensku flóð og fjara. Kerfið virkar þannig að nokkru sinnum á dag (eftir jarðefni og plöntum) flæðir næringarvökvi upp í rætur og er svo látinn renna aftur til baka í forðabúr eftir að ná hámarks flóði. Þetta kerfi er mjög gott byrjendakerfi og þolir óvænt stopp betur en flest önnur kerfi. Nauðsinlegt er að hafa gott yfirfall og forðabúr þarf að vera stærra en í öðrum kerfum.
Flóð og fjörukerfi

-
Bergmynta (Origanum vulgare) Oregano
Bergmynta er sumstaðar þekkt sem "pizzukryddið". Ef laufin eru þurrkuð og notuð sem krydd þá verður bragðið dýpra og mildara en þegar hún er notuð fersk. Kryddið er notað í ýmsa tómatrétti, á fisk, steikt grænmeti og flest kjöt. Passið að nota ekki of mikið af kryddinu, byrjið smátt.
-
Garðablóðberg/Timjan (Thymus vulgaris) Thyme
Garðablóðberg hentar vel vel með flestum mat, flestu kjöti, pottréttum og grænmetisréttum ásamt því að vera gott í brauðbakstur, pizzur, krydd-olíur og smjör. Sítrónu Garðablóðberg er frábært með fisk og kjúklingi. Varist að nota of mikið, byrjið smátt.
-
Kóríander (Coriandrum sativum) Coriander, Cilantro
Kóríanderjurtin er aðallega notuð í mat á tvo vegu, laufin eða fræin. Einnig er þó hægt að nota rætur plöntunnar, þær eru bragðmeiri en laufblöðin. Fræin kallast coriander á ensku en laufin cilantro. Laufin eru oft notuð í asíska matargerð og alls kyns salöt. Yfirleitt eru þau notuð í óeldaða rétti eða bætt út í eldaðan mat rétt í lokin vegna þess að þau þola eldun ekki vel. Fræin eru mjög þægileg því hægt er að setja þau í piparkvörn. Sumum finnst gott að léttsteikja fræin áður en þau eru sett í piparkvörnina og segja að það breyti bragðinu til hins betra. Fræin er hægt að nota í allskyns mat eftir smekk.
-
Mynta (Mentha) Mint
Til eru margar tegundir af myntum, þekktastar eru mynta og piparmynta. Mynta er mikið notuð í drykki eins og mojito eða heitt og kalt te. Einnig gefur hún salati ferskan blæ. Hún bætir lykt í húsum og gefur ferskan andadrátt ef hún er tuggin. Ýmsum meindýrum er illa við lyktina af henni og því sniðugt að hafa hana í kringum grænmetisgarðinn.