• Næring

    Að tryggja að plöntur fái öll nauðsynleg næringarefni sem þær þurfa á að halda er mikilvægur þáttur til að fá sem mestan vöxt, þroska og uppskeru. Hér verður farið yfir helstu grunnatriði er varða næringu.

  • Bergmynta (Origanum vulgare) Oregano

    Bergmynta er sumstaðar þekkt sem "pizzukryddið". Ef laufin eru þurrkuð og notuð sem krydd þá verður bragðið dýpra og mildara en þegar hún er notuð fersk. Kryddið er notað í ýmsa tómatrétti, á fisk, steikt grænmeti og flest kjöt. Passið að nota ekki of mikið af kryddinu, byrjið smátt.

  • Kóríander (Coriandrum sativum) Coriander, Cilantro

    Kóríanderjurtin er aðallega notuð í mat á tvo vegu, laufin eða fræin. Einnig er þó hægt að nota rætur plöntunnar, þær eru bragðmeiri en laufblöðin. Fræin kallast coriander á ensku en laufin cilantro. Laufin eru oft notuð í asíska matargerð og alls kyns salöt. Yfirleitt eru þau notuð í óeldaða rétti eða bætt út í eldaðan mat rétt í lokin vegna þess að þau þola eldun ekki vel. Fræin eru mjög þægileg því hægt er að setja þau í piparkvörn. Sumum finnst gott að léttsteikja fræin áður en þau eru sett í piparkvörnina og segja að það breyti bragðinu til hins betra. Fræin er hægt að nota í allskyns mat eftir smekk.

  • Aðalnæringarefni

    Í þessari grein munum við rannsaka leyndardóma aðalnæringarefna til að rækta blómlegan garð!

    Aðalnæringarefni eru þau efni sem nauðsynleg eru fyrir vöxt og þroska plantna og gegna lykilhlutverkum í ýmsum líffræðilegum ferlum þeirra. Í þessari grein förum við yfir aðalnæringarefnin sem eru: nitur (N), fosfór (P), kalíum (K), kalsíum (Ca), magnesíum (Mg) og brennisteinn (S). Við förum yfir hlutverk hvers næringarefnis fyrir sig, hvernig plöntur taka þau upp og einkenni þess að fá of lítið eða of mikið af næringarefninu.

    Að skilja hlutverk og mikilvægi þessara næringarefna mun hjálpa þér að veita plöntunum þínum bestu mögulegu skilyrði til að dafna og hámarka uppskeru þína.