• Bergmynta (Origanum vulgare) Oregano

    Bergmynta er sumstaðar þekkt sem "pizzukryddið". Ef laufin eru þurrkuð og notuð sem krydd þá verður bragðið dýpra og mildara en þegar hún er notuð fersk. Kryddið er notað í ýmsa tómatrétti, á fisk, steikt grænmeti og flest kjöt. Passið að nota ekki of mikið af kryddinu, byrjið smátt.

  • Garðablóðberg/Timjan (Thymus vulgaris) Thyme

    Garðablóðberg hentar vel vel með flestum mat, flestu kjöti, pottréttum og grænmetisréttum ásamt því að vera gott í brauðbakstur, pizzur, krydd-olíur og smjör. Sítrónu Garðablóðberg er frábært með fisk og kjúklingi. Varist að nota of mikið, byrjið smátt.

  • Tómataplöntur 2024

    Eruð þið tilbúin fyrir tómataplöntur?

    Þær geta ekki beðið mikið lengur.

    Ef þið viljið fá plöntur hjá okkur þá eru þær tilbúnar til afhendingar. Þetta árið erum við með mun færri plöntur en vanalega og því takmarkað upplag í boði. Hægt er að finna meiri upplýsingar um hvert yrki með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan. Stykkið er á þúsund krónur.
     
  • Rósmarín (Rosmarinus officinalis) Rosemary

    Rósmarín ilmar og bragðast einstaklega vel, það er nauðsynleg á lambakjötið, svínið og gott á kjúklinginn, ofnbakaðar kartöflur og sætar kartöflur. Hægt er að setja rósmarín út í olíur og edik og það passar mjög vel með appelsínum og öðrum ávöxtum. Einnig passar það vel með búðing og stöppum.