• Mynta (Mentha) Mint

    Til eru margar tegundir af myntum, þekktastar eru mynta og piparmynta. Mynta er mikið notuð í drykki eins og mojito eða heitt og kalt te. Einnig gefur hún salati ferskan blæ. Hún bætir lykt í húsum og gefur ferskan andadrátt ef hún er tuggin. Ýmsum meindýrum er illa við lyktina af henni og því sniðugt að hafa hana í kringum grænmetisgarðinn.

  • Háþrýstilampar (HPS-MH)

    High-intensity discharge lamp (HID) eða háþrýst úrhleðslupera virkar þannig að rafmagni er skotið á milli tveggja rafskauta inni í túbu sem inniheldur lofttegundir og sölt með mismunandi málmtegundum. Þegar straumi er hleypt á túbuna hleypur fyrsti neistinn í gegnum lofttegundirnar og við það myndast mikill hiti sem veldur því að söltin bráðna, sjóða og mynda gufu sem breytist í rafgas við það að rafstraumur hleypur í gegnum hana. Við þetta myndast mikið ljós með mismunandi eiginleikum eftir því hvaða efni eru notuð í túbunni.

  • Næring

    Að tryggja að plöntur fái öll nauðsynleg næringarefni sem þær þurfa á að halda er mikilvægur þáttur til að fá sem mestan vöxt, þroska og uppskeru. Hér verður farið yfir helstu grunnatriði er varða næringu.

  • Kóríander (Coriandrum sativum) Coriander, Cilantro

    Kóríanderjurtin er aðallega notuð í mat á tvo vegu, laufin eða fræin. Einnig er þó hægt að nota rætur plöntunnar, þær eru bragðmeiri en laufblöðin. Fræin kallast coriander á ensku en laufin cilantro. Laufin eru oft notuð í asíska matargerð og alls kyns salöt. Yfirleitt eru þau notuð í óeldaða rétti eða bætt út í eldaðan mat rétt í lokin vegna þess að þau þola eldun ekki vel. Fræin eru mjög þægileg því hægt er að setja þau í piparkvörn. Sumum finnst gott að léttsteikja fræin áður en þau eru sett í piparkvörnina og segja að það breyti bragðinu til hins betra. Fræin er hægt að nota í allskyns mat eftir smekk.