Til eru margar tegundir af myntum, þekktastar eru mynta og piparmynta. Mynta er mikið notuð í drykki eins og mojito eða heitt og kalt te. Einnig gefur hún salati ferskan blæ. Hún bætir lykt í húsum og gefur ferskan andadrátt ef hún er tuggin. Ýmsum meindýrum er illa við lyktina af henni og því sniðugt að hafa hana í kringum grænmetisgarðinn.
Að tryggja að plöntur fái öll nauðsynleg næringarefni sem þær þurfa á að halda er mikilvægur þáttur til að fá sem mestan vöxt, þroska og uppskeru. Hér verður farið yfir helstu grunnatriði er varða næringu.
NFT kerfi eða næringarfilmutækni er kerfi þar sem vatn er látið renna eftir rennu frá enda til enda. Þetta kerfi er mjög viðkvæmt og ef það stoppar of lengi (það er ekki langur tími) þá verða plöntur fyrir áfalli vegna vatnsskorts.
Paprikur eru tiltölulega skemmtilegar plöntur til þess að rækta heima hjá sér en ég mæli með því að þær séu ræktaðar í stórum suðlægum gluggum, lokuðum svölum, garðskálum eða í gróðurhúsum. Það er hægt að rækta þær undir raflýsingu án sólarljóss en ég mæli með því að þær fái sem mest af sól á sig svo hægt sé að spara raflýsinguna. Þær eru frekar hægvaxta og gefa seint uppskeru sem þýðir að þetta eru ekki plöntur fyrir óþolinmóða.
Rósmarín ilmar og bragðast einstaklega vel, það er nauðsynleg á lambakjötið, svínið og gott á kjúklinginn, ofnbakaðar kartöflur og sætar kartöflur. Hægt er að setja rósmarín út í olíur og edik og það passar mjög vel með appelsínum og öðrum ávöxtum. Einnig passar það vel með búðing og stöppum.
"Laufblöðin á plöntunum mínum eru götótt, er eitthvað að éta þau?"
Sniglar eru oft á tíðum til leiðinda í garðinum og geta valdið talsverðu tjóni ef þeir ná að fjölga sér óheft við góðar aðstæður. Ummerki um skemmdir vegna snigla eru m.a. óregluleg göt á laufblöðum og horfin lauf á smáplöntum þar sem aðeins stöngullinn er eftir.
Sparperur (CFL; Compact fluorescent lights) eru í raun flúrperur sem er búið að þjappa saman. Þess vegna gildir flest um flúrperur einnig um sparperur (Lestu nánar um flúrperur hér). Aðalmunurinn felst í því hvernig þær eru nýttar ásamt styttri líftíma (oftast undir 10.000 klst. af notkun) en hann er oftast gefinn upp á umbúðum perunnar.
Stevíu er hægt að nota sem krydd á allan mat en hún er ekki eins og aðrar kryddjurtir því hún er nefnilega sæt á bragðið. Sérstaklega er gott að klippa laufin í smáa bita þó ekki of litla og setja út í allskonar rétti t.d. hakk og spaghettí, fiskréttir, gúllas o.fl. Þegar maður er svo að borða réttinn og fær stevíulauf með bitanum sínum þá finnur maður sætt bragð af matnum sem er skemmtileg tilbreyting. Einnig er hægt að nota þurrkaða stevíu út í kaffi, te, kakó eða hvers konar drykk sem þú vilt gera sætari. Henni er hægt að bæta út í salat og jafnvel nota í bakstur. Það þarf ekki mikið af stevíu til að gera matinn bragðgóðan. Byrjið smátt og prufið ykkur áfram.
"Það eru litlar svartar flugur á plöntunni minni, hvaða pöddur eru það?"
Svarðmý eru flugur sem eru að mestu skaðlaus kvikindi. Flugurnar sjálfar eru munnlausar og geta því ekki ollið miklu tjóni, en vá hvað þær geta verið pirrandi. Þeim þykir einstaklega gaman að fljúga upp í nef og augu. Flugstíllinn þeirra er óreiðugjarn og mætti stundum halda að þær væru fullar við stýrið.
Sýrustig er mælikvarði á því hversu súr eða basískur vökvi er. Sýrustig er mælt í einingunni pH (pH gildi) og segir til um jafnvægi milli H+ og OH- jóna í vatnslausn.
Vatn er samsett úr tveimur frumefnum sem mynda sameindina H2O. Það þýðir að ein vatnssameind er samsett úr tveimur vetnisatómum og einu súrefnisatómi. Vatnssameindir eru að mestu leiti á forminu H2O, en einhver hluti vatns er á forminu H3O+ og OH-. Þetta gerist þegar að ein vatnssameind tekur við H+ frá annarri og verður að H3O+, sjá myndband fyrir myndræna útskýringu.
Síða 3 af 4
-
Mynta (Mentha) Mint
Til eru margar tegundir af myntum, þekktastar eru mynta og piparmynta. Mynta er mikið notuð í drykki eins og mojito eða heitt og kalt te. Einnig gefur hún salati ferskan blæ. Hún bætir lykt í húsum og gefur ferskan andadrátt ef hún er tuggin. Ýmsum meindýrum er illa við lyktina af henni og því sniðugt að hafa hana í kringum grænmetisgarðinn.
-
Háþrýstilampar (HPS-MH)
High-intensity discharge lamp (HID) eða háþrýst úrhleðslupera virkar þannig að rafmagni er skotið á milli tveggja rafskauta inni í túbu sem inniheldur lofttegundir og sölt með mismunandi málmtegundum. Þegar straumi er hleypt á túbuna hleypur fyrsti neistinn í gegnum lofttegundirnar og við það myndast mikill hiti sem veldur því að söltin bráðna, sjóða og mynda gufu sem breytist í rafgas við það að rafstraumur hleypur í gegnum hana. Við þetta myndast mikið ljós með mismunandi eiginleikum eftir því hvaða efni eru notuð í túbunni.
-
Næring
Að tryggja að plöntur fái öll nauðsynleg næringarefni sem þær þurfa á að halda er mikilvægur þáttur til að fá sem mestan vöxt, þroska og uppskeru. Hér verður farið yfir helstu grunnatriði er varða næringu.
-
Kóríander (Coriandrum sativum) Coriander, Cilantro
Kóríanderjurtin er aðallega notuð í mat á tvo vegu, laufin eða fræin. Einnig er þó hægt að nota rætur plöntunnar, þær eru bragðmeiri en laufblöðin. Fræin kallast coriander á ensku en laufin cilantro. Laufin eru oft notuð í asíska matargerð og alls kyns salöt. Yfirleitt eru þau notuð í óeldaða rétti eða bætt út í eldaðan mat rétt í lokin vegna þess að þau þola eldun ekki vel. Fræin eru mjög þægileg því hægt er að setja þau í piparkvörn. Sumum finnst gott að léttsteikja fræin áður en þau eru sett í piparkvörnina og segja að það breyti bragðinu til hins betra. Fræin er hægt að nota í allskyns mat eftir smekk.