Garðablóðberg hentar vel vel með flestum mat, flestu kjöti, pottréttum og grænmetisréttum ásamt því að vera gott í brauðbakstur, pizzur, krydd-olíur og smjör. Sítrónu Garðablóðberg er frábært með fisk og kjúklingi. Varist að nota of mikið, byrjið smátt.
Allar plöntur hafa vissar grunnþarfir, til þeirra teljast: Ljós, hiti, loft, vatn, næringarefni og pláss.
High-intensity discharge lamp (HID) eða háþrýst úrhleðslupera virkar þannig að rafmagni er skotið á milli tveggja rafskauta inni í túbu sem inniheldur lofttegundir og sölt með mismunandi málmtegundum. Þegar straumi er hleypt á túbuna hleypur fyrsti neistinn í gegnum lofttegundirnar og við það myndast mikill hiti sem veldur því að söltin bráðna, sjóða og mynda gufu sem breytist í rafgas við það að rafstraumur hleypur í gegnum hana. Við þetta myndast mikið ljós með mismunandi eiginleikum eftir því hvaða efni eru notuð í túbunni.
Kóríanderjurtin er aðallega notuð í mat á tvo vegu, laufin eða fræin. Einnig er þó hægt að nota rætur plöntunnar, þær eru bragðmeiri en laufblöðin. Fræin kallast coriander á ensku en laufin cilantro. Laufin eru oft notuð í asíska matargerð og alls kyns salöt. Yfirleitt eru þau notuð í óeldaða rétti eða bætt út í eldaðan mat rétt í lokin vegna þess að þau þola eldun ekki vel. Fræin eru mjög þægileg því hægt er að setja þau í piparkvörn. Sumum finnst gott að léttsteikja fræin áður en þau eru sett í piparkvörnina og segja að það breyti bragðinu til hins betra. Fræin er hægt að nota í allskyns mat eftir smekk.
Kryddjurtir eru mjög einfaldar og auðveldar í ræktun ásamt því að vera nytsamlegar í matargerð. Margar þeirra hafa þá eiginleika að ilma einstaklega vel. Ef það er nægt pláss þá er sniðugt að prufa sem flestar tegundir og finna hvað bragðast og virkar vel, annars er betra að velja eitthvað sem að maður notar mikið.
Rafleiðni er í stuttu máli mæling á því hversu auðveldlega rafstraumur fer í gegnum vatn. Hreint vatn leiðir rafmagn mjög illa en þegar næringarefnum (næringarsöltum) er bætt út í það eykst leiðnin og þannig er hægt að áætla styrkleika næringarlausnar.
Aeroponics kerfi er þar sem næringarlausn er úðað á rætur sem hanga lausu lofti. Þetta kerfi er eitt besta kerfið uppá vaxtargetu en það má ekki stoppa mikið og það er frekar viðhaldsfrekt. Úðarar geta stíflast ef ekki hreinsaðir reglulega.
Allar plöntur þurfa ljós til þess að framleiða orku því plöntur framleiða sína eigin orku með ljóstillífun. Plöntur geta hinsvegar ekki nýtt allt ljós eins vel en þær nýta best rautt og blátt ljós til ljóstillífunar. Til þess að geta ræktað allan ársins hring, eða bara til þess að koma af stað græðlingum á vorin, þarf raflýsingu vegna þess að sólarljós eitt og sér er ekki nægjanlegt yfir veturinn á Íslandi. Þetta á sérstaklega við um inniræktun þar sem birta kemst bara inn um glugga og enn frekar þegar engin utanaðkomandi birta kemst að ræktunarsvæðinu.
Í ræktun geta meindýr verið miklir skaðvaldar. Á Íslandi eru ekki margar tegundir af meindýrum sem herja á plöntur og valda miklum skaða utandyra. Í gróðurhúsarækt og innirækt geta sum þessara meindýra verið til mikilla vandræða, vegna þess hve hlýtt er og vegna þess að það vantar náttúrulega óvini í umhverfinu.
"Það eru litlar hvítar flugur á plöntunni minni, hvaða pöddur eru það?"
Eins og nafnið gefur til kynna þá eru hvítflugur hvítar, en þær eru alls ekki flugur heldur eru þær lýs með vængi sem eru þaktir hvítu púðri og því köllum við þær mjöllýs. Eins og aðrar lýs nærast þær á sykurvökva sem þær sjúga úr sáldæðum plantna, oftast eru þær undir laufblöðum.
Síða 2 af 4
-
Stevía (Stevia rebaudiana) Stevia
Stevíu er hægt að nota sem krydd á allan mat en hún er ekki eins og aðrar kryddjurtir því hún er nefnilega sæt á bragðið. Sérstaklega er gott að klippa laufin í smáa bita þó ekki of litla og setja út í allskonar rétti t.d. hakk og spaghettí, fiskréttir, gúllas o.fl. Þegar maður er svo að borða réttinn og fær stevíulauf með bitanum sínum þá finnur maður sætt bragð af matnum sem er skemmtileg tilbreyting. Einnig er hægt að nota þurrkaða stevíu út í kaffi, te, kakó eða hvers konar drykk sem þú vilt gera sætari. Henni er hægt að bæta út í salat og jafnvel nota í bakstur. Það þarf ekki mikið af stevíu til að gera matinn bragðgóðan. Byrjið smátt og prufið ykkur áfram.
-
Áhrif ljóss á spírun paprikufræja (2015)
Tilgangur
Að athuga hversu miklu munar um að beita myrkurspírun og ljósspírun þegar paprikufræ spíra. Tilraunin er þrískipt. Fræ ofan á jarðvegi undir ljósi, fræ undir þunnu jarðvegslagi undir ljósi og fræ ofan á jarðvegi í algeru myrkri -
Kóríander (Coriandrum sativum) Coriander, Cilantro
Kóríanderjurtin er aðallega notuð í mat á tvo vegu, laufin eða fræin. Einnig er þó hægt að nota rætur plöntunnar, þær eru bragðmeiri en laufblöðin. Fræin kallast coriander á ensku en laufin cilantro. Laufin eru oft notuð í asíska matargerð og alls kyns salöt. Yfirleitt eru þau notuð í óeldaða rétti eða bætt út í eldaðan mat rétt í lokin vegna þess að þau þola eldun ekki vel. Fræin eru mjög þægileg því hægt er að setja þau í piparkvörn. Sumum finnst gott að léttsteikja fræin áður en þau eru sett í piparkvörnina og segja að það breyti bragðinu til hins betra. Fræin er hægt að nota í allskyns mat eftir smekk.
-
Paprikuplöntur
Paprikur eru tiltölulega skemmtilegar plöntur til þess að rækta heima hjá sér en ég mæli með því að þær séu ræktaðar í stórum suðlægum gluggum, lokuðum svölum, garðskálum eða í gróðurhúsum. Það er hægt að rækta þær undir raflýsingu án sólarljóss en ég mæli með því að þær fái sem mest af sól á sig svo hægt sé að spara raflýsinguna. Þær eru frekar hægvaxta og gefa seint uppskeru sem þýðir að þetta eru ekki plöntur fyrir óþolinmóða.