
Eruð þið tilbúin fyrir tómataplöntur?
Þær geta ekki beðið mikið lengur.
Í vatnsrækt er engin mold notuð, aðeins þarf vatn, næringu, ljós og umhyggju
Hægt er að rækta flest allar plöntur, kryddjurtir, ávexti og ber allan ársins hring ef þær fá nægilegt ljós. Vatnsræktun er besta leiðin til að rækta inni og það kemur oft fólki á óvart hversu auðvelt er að rækta í vatnsrækt, hvaða plöntur er hægt að rækta og hversu vel þær vaxa , dæmi um plöntur sem vaxa vel í vatnsrækt eru; Kaktus, Aloe vera, Jarðaber, Tómatar, Chillí, Paprikur, Kaffi, Basil, Gúrkur og margt annað
Síða 4 af 4
-
Ávaxtatré: Kirsuberjatré, Eplatré, Perutré og önnur ávaxtatré
Þegar maður vill fá sér ávaxtatré þá er gott að hugsa málið örlítið áður en rokið er af stað að kaupa tré. Það er ekki alltaf sniðugt að kaupa tré einungis út af verðinu.
Til eru margar tegundir af trjám af mismunandi rótarstofnum. Lykilatriði er að spyrja starfsfólk verslana og alls ekki kaupa tré af fólki sem ekki hefur vit á því sem þau eru að selja. Hér eru grunnupplýsingar sem ég tel skipta máli til að þú getir aflað þér frekari upplýsinga og tekið ákvarðanir eftir þeim. Annars mæli ég með því að skella sér á eitt stutt námskeið um ávaxtaræktun en þau eru í boði reglulega.
-
Háþrýstilampar (HPS-MH)
High-intensity discharge lamp (HID) eða háþrýst úrhleðslupera virkar þannig að rafmagni er skotið á milli tveggja rafskauta inni í túbu sem inniheldur lofttegundir og sölt með mismunandi málmtegundum. Þegar straumi er hleypt á túbuna hleypur fyrsti neistinn í gegnum lofttegundirnar og við það myndast mikill hiti sem veldur því að söltin bráðna, sjóða og mynda gufu sem breytist í rafgas við það að rafstraumur hleypur í gegnum hana. Við þetta myndast mikið ljós með mismunandi eiginleikum eftir því hvaða efni eru notuð í túbunni.
-
Næring
Að tryggja að plöntur fái öll nauðsynleg næringarefni sem þær þurfa á að halda er mikilvægur þáttur til að fá sem mestan vöxt, þroska og uppskeru. Hér verður farið yfir helstu grunnatriði er varða næringu.
-
Garðablóðberg/Timjan (Thymus vulgaris) Thyme
Garðablóðberg hentar vel vel með flestum mat, flestu kjöti, pottréttum og grænmetisréttum ásamt því að vera gott í brauðbakstur, pizzur, krydd-olíur og smjör. Sítrónu Garðablóðberg er frábært með fisk og kjúklingi. Varist að nota of mikið, byrjið smátt.