• Garðablóðberg/Timjan (Thymus vulgaris) Thyme

    Garðablóðberg hentar vel vel með flestum mat, flestu kjöti, pottréttum og grænmetisréttum ásamt því að vera gott í brauðbakstur, pizzur, krydd-olíur og smjör. Sítrónu Garðablóðberg er frábært með fisk og kjúklingi. Varist að nota of mikið, byrjið smátt.

  • Bergmynta (Origanum vulgare) Oregano

    Bergmynta er sumstaðar þekkt sem "pizzukryddið". Ef laufin eru þurrkuð og notuð sem krydd þá verður bragðið dýpra og mildara en þegar hún er notuð fersk. Kryddið er notað í ýmsa tómatrétti, á fisk, steikt grænmeti og flest kjöt. Passið að nota ekki of mikið af kryddinu, byrjið smátt.

  • Mynta (Mentha) Mint

    Til eru margar tegundir af myntum, þekktastar eru mynta og piparmynta. Mynta er mikið notuð í drykki eins og mojito eða heitt og kalt te. Einnig gefur hún salati ferskan blæ. Hún bætir lykt í húsum og gefur ferskan andadrátt ef hún er tuggin. Ýmsum meindýrum er illa við lyktina af henni og því sniðugt að hafa hana í kringum grænmetisgarðinn.

  • Aðalnæringarefni

    Í þessari grein munum við rannsaka leyndardóma aðalnæringarefna til að rækta blómlegan garð!

    Aðalnæringarefni eru þau efni sem nauðsynleg eru fyrir vöxt og þroska plantna og gegna lykilhlutverkum í ýmsum líffræðilegum ferlum þeirra. Í þessari grein förum við yfir aðalnæringarefnin sem eru: nitur (N), fosfór (P), kalíum (K), kalsíum (Ca), magnesíum (Mg) og brennisteinn (S). Við förum yfir hlutverk hvers næringarefnis fyrir sig, hvernig plöntur taka þau upp og einkenni þess að fá of lítið eða of mikið af næringarefninu.

    Að skilja hlutverk og mikilvægi þessara næringarefna mun hjálpa þér að veita plöntunum þínum bestu mögulegu skilyrði til að dafna og hámarka uppskeru þína.