• Rósmarín (Rosmarinus officinalis) Rosemary

    Rósmarín ilmar og bragðast einstaklega vel, það er nauðsynleg á lambakjötið, svínið og gott á kjúklinginn, ofnbakaðar kartöflur og sætar kartöflur. Hægt er að setja rósmarín út í olíur og edik og það passar mjög vel með appelsínum og öðrum ávöxtum. Einnig passar það vel með búðing og stöppum.

  • Stevía (Stevia rebaudiana) Stevia

    Stevíu er hægt að nota sem krydd á allan mat en hún er ekki eins og aðrar kryddjurtir því hún er nefnilega sæt á bragðið. Sérstaklega er gott að klippa laufin í smáa bita þó ekki of litla og setja út í allskonar rétti t.d. hakk og spaghettí, fiskréttir, gúllas o.fl. Þegar maður er svo að borða réttinn og fær stevíulauf með bitanum sínum þá finnur maður sætt bragð af matnum sem er skemmtileg tilbreyting. Einnig er hægt að nota þurrkaða stevíu út í kaffi, te, kakó eða hvers konar drykk sem þú vilt gera sætari. Henni er hægt að bæta út í salat og jafnvel nota í bakstur. Það þarf ekki mikið af stevíu til að gera matinn bragðgóðan. Byrjið smátt og prufið ykkur áfram.

  • Áhrif ljóss á spírun paprikufræja (2015)

    Tilgangur
    Að athuga hversu miklu munar um að beita myrkurspírun og ljósspírun þegar paprikufræ spíra. Tilraunin er þrískipt. Fræ ofan á jarðvegi undir ljósi, fræ undir þunnu jarðvegslagi undir ljósi og fræ ofan á jarðvegi í algeru myrkri

  • Næring

    Að tryggja að plöntur fái öll nauðsynleg næringarefni sem þær þurfa á að halda er mikilvægur þáttur til að fá sem mestan vöxt, þroska og uppskeru. Hér verður farið yfir helstu grunnatriði er varða næringu.