• Næring

    Að tryggja að plöntur fái öll nauðsynleg næringarefni sem þær þurfa á að halda er mikilvægur þáttur til að fá sem mestan vöxt, þroska og uppskeru. Hér verður farið yfir helstu grunnatriði er varða næringu.

  • Mynta (Mentha) Mint

    Til eru margar tegundir af myntum, þekktastar eru mynta og piparmynta. Mynta er mikið notuð í drykki eins og mojito eða heitt og kalt te. Einnig gefur hún salati ferskan blæ. Hún bætir lykt í húsum og gefur ferskan andadrátt ef hún er tuggin. Ýmsum meindýrum er illa við lyktina af henni og því sniðugt að hafa hana í kringum grænmetisgarðinn.

  • Basilíka (Ocimum basilicum) Basil

    Basilíkur

    Til eru margar tegundir af Basilíkum sem bragðast og ilma ótrúlega skemmtilega. Dæmi eru: Sætbasilíka (sweet basil), Lakkrísbasilíka (basil anise), Kanilbasiliíka (cinnamon basil) og Sítrónubasilíka (lemon basil). Það er ekki annað hægt en að taka aftur fram að ilmurinn er æðislegur sem magnast upp þegar plönturnar eru snertar og því er mjög ánægjulegt að sinna þeim.

  • Tómataplöntur 2024

    Eruð þið tilbúin fyrir tómataplöntur?

    Þær geta ekki beðið mikið lengur.

    Ef þið viljið fá plöntur hjá okkur þá eru þær tilbúnar til afhendingar. Þetta árið erum við með mun færri plöntur en vanalega og því takmarkað upplag í boði. Hægt er að finna meiri upplýsingar um hvert yrki með því að smella á myndirnar hér fyrir neðan. Stykkið er á þúsund krónur.