Tilgangur
Að athuga hversu miklu munar um að beita myrkurspírun og ljósspírun þegar paprikufræ spíra. Tilraunin er þrískipt. Fræ ofan á jarðvegi undir ljósi, fræ undir þunnu jarðvegslagi undir ljósi og fræ ofan á jarðvegi í algeru myrkri

Framkvæmd

2015 03 24 22.33.5420. mars 2015
Fræ tekin úr rauðri papriku af óþekktu yrki. Fræin voru skoluð úr volgu vatni og komið fyrir á hlýjum stað til þurrkunar. fræin voru ekki hulin en ekki undir sterku ljósi né í sólarljósi.

2015 03 24 22.44.00

24. mars 2015
Um tveggja sentímetra lag af kókostrefjum var komið fyrir í botninn á þrem krukkum. 30 ml af neysluvatni var bætt út í hverja krukku til að bleyta kókostrefjarnar. Fræjunum var dreift varlega, jafnt um krukkurnar. Um 62 fræ í hverja krukku. Í eina krukkuna var bætt örþunnu lagi af kókostrefjum svo flest fræin voru hulin. Að því loknu var neysluvatni speyjað yfir fræin og kókostrefjarnar til að tryggja að öll fræ væru í snertingu við vatn. Krukkunum var svo komið fyrir í lokanlegum plastpokum. Þar að auki var einni krukkunni komið fyrir ofan í stálskál með stálloki til að tryggja að ekkert utanaðkomandi ljós komist að þeirri krukku. Krukkunum var að lokum öllum komið fyrir undir tímastilltu ljósi (um 1300 lux) sem lýsti 16 klst á sólarhring. Hitastig var á bilinu 25-31°C.

31. mars 2015
Krukkurnar teknar og staðan á spírun metin. Fræ sem spíruðu í myrkri voru fjarlægð úr stálskál og fengu lýsingu hér eftir.
Fræ sem voru í myrki voru farin að spíra af fullum krafti, hefði mátt fara undir ljós degi fyrr. Spírurnar úr þeim eru ljóshvítar og ekki farið að sjást í nein kímblöð.
Fræ sem voru í ljósi voru farin að spíra af fullum krafti. Rétt farið að sjást í kímblöð en þau voru öll í fræskurninni ennþá og spírurnar voru vel grænar.
Fræ sem voru í ljósi undir jarðvegslagi voru ekki farnar að spíra sjáanlega eins mikið og hinar en liklega voru þær a svipuðu roli undir jarðveginum. A.m.k. 5 kímplöntur voru algjörlega búnar að spíra og losa sig við fræskurnina.

2015 03 31 22.29.592015 03 31 22.30.352015 03 31 22.31.04

2015 04 03 13.57.284. mars 2015
Ekki var mikill sjáanlegur munur á kímplöntunum en þó einhver og koma þá best út plönturnar sem voru spíraðar í ljósi undir jarðvegslagi, þar á eftir koma plönturnar sem voru spíraðar undir ljósi og að lokum plönturnar sem voru spíraðar í myrkri. Plönturnar voru núna teknar úr plastpokum og komið fyrir í glugga sem morgunsólin skín inn um.

14. mars 2015
Sjáanlegur munur á plöntunum er með öllu horfin og tilrauninni telst lokið.

Niðurstöður

Helstu niðurstöðurnar að mínu mati eru að það skiptir nánast engu hvort fræin spíra í myrkri, undir ljósi, hvort þau séu hulin jarðvegi eða ekki. Það er hinsvegar mikilvægt að plönturnar fái ljós um leið og þær spíra. Ég var aðeins of seinn að koma skyggðu plöntunum undir ljós en þrátt fyrir það var nánast engin munur þegar fram liðu stundir.Samkvæmt þessum niðurstöðum mæli ég þó með því að láta fræin annaðhvort spíra undir ljósi ofan á jarðvegi eða undir þunnu lagi jarðvegs. Kosturinn við að hafa ekkert ofan á fræjunum er að geta fylgst nákvæmlega með því hvernig spírunin gengur en kosturinn við að strá þunnu jarðvegslagi yfir fræin er að plöntunum gengur betur að losna við fræskurnina.

2015 04 14 13.46.39

Efni og áhöld

Hitamælir
Ljósmælir, Samsung s4
Timastillt ljós. 18W cold white flúrpera.
3x glerkrukkur, 200 ml
3x plastpokar, xxx
Stálskál með stálloki
Kókostrefjar, xx
Neysluvatn
Mæliglas
Spreybrúsi
Paprikufræ