• Áhrif ljóss á spírun paprikufræja (2015)

    Tilgangur
    Að athuga hversu miklu munar um að beita myrkurspírun og ljósspírun þegar paprikufræ spíra. Tilraunin er þrískipt. Fræ ofan á jarðvegi undir ljósi, fræ undir þunnu jarðvegslagi undir ljósi og fræ ofan á jarðvegi í algeru myrkri

  • Háþrýstilampar (HPS-MH)

    High-intensity discharge lamp (HID) eða háþrýst úrhleðslupera virkar þannig að rafmagni er skotið á milli tveggja rafskauta inni í túbu sem inniheldur lofttegundir og sölt með mismunandi málmtegundum. Þegar straumi er hleypt á túbuna hleypur fyrsti neistinn í gegnum lofttegundirnar og við það myndast mikill hiti sem veldur því að söltin bráðna, sjóða og mynda gufu sem breytist í rafgas við það að rafstraumur hleypur í gegnum hana. Við þetta myndast mikið ljós með mismunandi eiginleikum eftir því hvaða efni eru notuð í túbunni.

  • Paprikuplöntur

    Paprikur eru tiltölulega skemmtilegar plöntur til þess að rækta heima hjá sér en ég mæli með því að þær séu ræktaðar í stórum suðlægum gluggum, lokuðum svölum, garðskálum eða í gróðurhúsum. Það er hægt að rækta þær undir raflýsingu án sólarljóss en ég mæli með því að þær fái sem mest af sól á sig svo hægt sé að spara raflýsinguna. Þær eru frekar hægvaxta og gefa seint uppskeru sem þýðir að þetta eru ekki plöntur fyrir óþolinmóða.

  • Rósmarín (Rosmarinus officinalis) Rosemary

    Rósmarín ilmar og bragðast einstaklega vel, það er nauðsynleg á lambakjötið, svínið og gott á kjúklinginn, ofnbakaðar kartöflur og sætar kartöflur. Hægt er að setja rósmarín út í olíur og edik og það passar mjög vel með appelsínum og öðrum ávöxtum. Einnig passar það vel með búðing og stöppum.