Tilgangur
Að athuga hversu miklu munar um að beita myrkurspírun og ljósspírun þegar paprikufræ spíra. Tilraunin er þrískipt. Fræ ofan á jarðvegi undir ljósi, fræ undir þunnu jarðvegslagi undir ljósi og fræ ofan á jarðvegi í algeru myrkri
-
Ávaxtatré: Kirsuberjatré, Eplatré, Perutré og önnur ávaxtatré
Þegar maður vill fá sér ávaxtatré þá er gott að hugsa málið örlítið áður en rokið er af stað að kaupa tré. Það er ekki alltaf sniðugt að kaupa tré einungis út af verðinu.
Til eru margar tegundir af trjám af mismunandi rótarstofnum. Lykilatriði er að spyrja starfsfólk verslana og alls ekki kaupa tré af fólki sem ekki hefur vit á því sem þau eru að selja. Hér eru grunnupplýsingar sem ég tel skipta máli til að þú getir aflað þér frekari upplýsinga og tekið ákvarðanir eftir þeim. Annars mæli ég með því að skella sér á eitt stutt námskeið um ávaxtaræktun en þau eru í boði reglulega.
-
Garðablóðberg/Timjan (Thymus vulgaris) Thyme
Garðablóðberg hentar vel vel með flestum mat, flestu kjöti, pottréttum og grænmetisréttum ásamt því að vera gott í brauðbakstur, pizzur, krydd-olíur og smjör. Sítrónu Garðablóðberg er frábært með fisk og kjúklingi. Varist að nota of mikið, byrjið smátt.
-
Basilíka (Ocimum basilicum) Basil
Til eru margar tegundir af Basilíkum sem bragðast og ilma ótrúlega skemmtilega. Dæmi eru: Sætbasilíka (sweet basil), Lakkrísbasilíka (basil anise), Kanilbasiliíka (cinnamon basil) og Sítrónubasilíka (lemon basil). Það er ekki annað hægt en að taka aftur fram að ilmurinn er æðislegur sem magnast upp þegar plönturnar eru snertar og því er mjög ánægjulegt að sinna þeim.
-
Mynta (Mentha) Mint
Til eru margar tegundir af myntum, þekktastar eru mynta og piparmynta. Mynta er mikið notuð í drykki eins og mojito eða heitt og kalt te. Einnig gefur hún salati ferskan blæ. Hún bætir lykt í húsum og gefur ferskan andadrátt ef hún er tuggin. Ýmsum meindýrum er illa við lyktina af henni og því sniðugt að hafa hana í kringum grænmetisgarðinn.