• Háþrýstilampar (HPS-MH)

    High-intensity discharge lamp (HID) eða háþrýst úrhleðslupera virkar þannig að rafmagni er skotið á milli tveggja rafskauta inni í túbu sem inniheldur lofttegundir og sölt með mismunandi málmtegundum. Þegar straumi er hleypt á túbuna hleypur fyrsti neistinn í gegnum lofttegundirnar og við það myndast mikill hiti sem veldur því að söltin bráðna, sjóða og mynda gufu sem breytist í rafgas við það að rafstraumur hleypur í gegnum hana. Við þetta myndast mikið ljós með mismunandi eiginleikum eftir því hvaða efni eru notuð í túbunni.

  • Bergmynta (Origanum vulgare) Oregano

    Bergmynta er sumstaðar þekkt sem "pizzukryddið". Ef laufin eru þurrkuð og notuð sem krydd þá verður bragðið dýpra og mildara en þegar hún er notuð fersk. Kryddið er notað í ýmsa tómatrétti, á fisk, steikt grænmeti og flest kjöt. Passið að nota ekki of mikið af kryddinu, byrjið smátt.

  • Garðablóðberg/Timjan (Thymus vulgaris) Thyme

    Garðablóðberg hentar vel vel með flestum mat, flestu kjöti, pottréttum og grænmetisréttum ásamt því að vera gott í brauðbakstur, pizzur, krydd-olíur og smjör. Sítrónu Garðablóðberg er frábært með fisk og kjúklingi. Varist að nota of mikið, byrjið smátt.

  • Paprikuplöntur

    Paprikur eru tiltölulega skemmtilegar plöntur til þess að rækta heima hjá sér en ég mæli með því að þær séu ræktaðar í stórum suðlægum gluggum, lokuðum svölum, garðskálum eða í gróðurhúsum. Það er hægt að rækta þær undir raflýsingu án sólarljóss en ég mæli með því að þær fái sem mest af sól á sig svo hægt sé að spara raflýsinguna. Þær eru frekar hægvaxta og gefa seint uppskeru sem þýðir að þetta eru ekki plöntur fyrir óþolinmóða.