• Næring

    Að tryggja að plöntur fái öll nauðsynleg næringarefni sem þær þurfa á að halda er mikilvægur þáttur til að fá sem mestan vöxt, þroska og uppskeru. Hér verður farið yfir helstu grunnatriði er varða næringu.

  • Paprikuplöntur

    Paprikur eru tiltölulega skemmtilegar plöntur til þess að rækta heima hjá sér en ég mæli með því að þær séu ræktaðar í stórum suðlægum gluggum, lokuðum svölum, garðskálum eða í gróðurhúsum. Það er hægt að rækta þær undir raflýsingu án sólarljóss en ég mæli með því að þær fái sem mest af sól á sig svo hægt sé að spara raflýsinguna. Þær eru frekar hægvaxta og gefa seint uppskeru sem þýðir að þetta eru ekki plöntur fyrir óþolinmóða.

  • Kóríander (Coriandrum sativum) Coriander, Cilantro

    Kóríanderjurtin er aðallega notuð í mat á tvo vegu, laufin eða fræin. Einnig er þó hægt að nota rætur plöntunnar, þær eru bragðmeiri en laufblöðin. Fræin kallast coriander á ensku en laufin cilantro. Laufin eru oft notuð í asíska matargerð og alls kyns salöt. Yfirleitt eru þau notuð í óeldaða rétti eða bætt út í eldaðan mat rétt í lokin vegna þess að þau þola eldun ekki vel. Fræin eru mjög þægileg því hægt er að setja þau í piparkvörn. Sumum finnst gott að léttsteikja fræin áður en þau eru sett í piparkvörnina og segja að það breyti bragðinu til hins betra. Fræin er hægt að nota í allskyns mat eftir smekk.

  • Rósmarín (Rosmarinus officinalis) Rosemary

    Rósmarín ilmar og bragðast einstaklega vel, það er nauðsynleg á lambakjötið, svínið og gott á kjúklinginn, ofnbakaðar kartöflur og sætar kartöflur. Hægt er að setja rósmarín út í olíur og edik og það passar mjög vel með appelsínum og öðrum ávöxtum. Einnig passar það vel með búðing og stöppum.